Bragginn Bar & Bistró.
Bragginn Bar & Bistró er veitingastaður sem leggur áherslu á einfaldan
og góðan mat & drykk á viðráðanlegu verði.  Salöt, samlokur, borgarar, bjór á krana,
léttvín, kokteilar, kaffi ofl.  Við erum með sæti fyrir allt að 80 manns og hjá okkur
getur þú horft á boltann í beinni,  hlustað á góða tónlist, 
lært eða slakað á í þægilegu umhverfi. 

Útisvæðið.
Útisvæðið okkar er líka frábært en þar getur þú komið og lagt hjólinu þínu,
komið með hundinn þinn og notið útiverunar. Frábært útsýni er yfir Nauthólsvíkina sem er
algjört augnayndi. Kaffi, kaldur eða annað  -  þitt er valið.

Uppákomur.
í hverri viku eru skemmtilegar uppákomur í Bragganum, meðal annars í samstarfi við
nemendafélög Háskólans í Reykjavík. Ertu með góða hugmynd ? 
Hafðu samband við okkur. 

Sagan.
Bragginn sem hýsir Braggann Bar & Bistró og sambyggð skemma voru byggð af Bretum
í seinni heimsstyrjöldinni og voru hluti af svokölluðu „Hótel Winston“ á stríðsárunum.
Bragginn og skemman voru meðal annars notuð fyrir áhafnir flugmanna (transit camps)
á leið yfir hafið og sagan segir að sjálfur Winston Churchill hafi haldið stormandi
hvatningarræðu árið 1943 í skemmunni og hafi nafnið "Hótel Winston" því orðið til.

Í gegnum árin hafa braggarnir í Reykjavík hægt og rólega horfið af sjónarsviðinu
og er það því sannanlega ánægjulegt að endurbygging á gamla bragganum í Nauthólsvík
sé staðreynd en það er Reykjavíkurborg sem hefur staðið höfðinglega að framkvæmdum
og endurbyggingu á honum í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.  

Nemendaaðstaða og frumkvöðlasetur verða að auki staðsett í gömlu skemmunni. 
Hönnun húsnæðisins hefur verið í fullu samráði við fulltrúa nemenda og stjórnenda HR
ásamt fleirum. 
Í endurbyggingaferlinu var lögð áhersla á að húsnæðið mundi henta
breiðum hópiviðskiptavina með mismunandi þarfir, til dæmis til viðburða
á vegum nemendafélagaHR og annarra aðila.